Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík vann grannaslaginn – Keflavík lagði Skallagrím

Sigurganga Njarðvíkinga í kvennakörfunni hélt áfram í kvöld, en liðið lagði Grindavík að velli í Mustad-höllinni í Grindavík í kvöld, 70-86. Carmen Tyson-Thomas fór á kostum í liði Njarðvíkur og skoraði 52 stig, tók 14 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Hjá Grindavík var Ashley Grimes atkvæðamest með 34 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar.

Keflvíkingar halda einnig áfram að koma á óvart í deildinni, en liðið lagði Skallagrím að velli í kvöld, 81-70, eftir framlengdan leik. Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði  22 stig fyrir ungt lið Keflavíkur.

Njarðvíkingar og Keflvíkingar eru í efsta sæti deildarinnar ásamt Snæfelli og Stjörnunni, með sex stig eftir fjóra leiki. Grindavík er í sjötta sæti með tvö stig.