Nýjast á Local Suðurnes

Fyrirlestri Vöndu frestað vegna veðurs

Fyrirlestri Vöndu Sigurgeirsdóttur, sem halda átti í Íþróttaakademíunni í kvöld hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna veðurs. Þetta kemur fram á Facebook-síðu sem stofnuð var í tengslum við viðburðinn.

Í tilkynningunni kemur fram að fundinn verði nýr tími fyrir fyrirlesturinn, sem fjallar um einelti og jákvæð samskipti, í samráði við Vöndu.