Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara og Esslinger enduðu í öðru sæti í Sviss

Eins og Local Suðurnes greindi frá í gær tók Ragnheidur Sara Sigmundsdóttir þátt í crossfitkeppni sem fram fór í Svissnesku Ölpunum. Aðstæður voru erfiðar en keppnin fór fram í mikilli hæð yfir sjávarmáli þar sem andrúmsloftið er mun þynnra en keppendur eiga að venjast.

crossfitbraut alpar

Aðstæður voru erfiðar í Svissnesku Ölpunum

Að þessu sinni var keppt í tveggja manna liðum og keppti Ragnheiður Sara ásamt félaga sínum Lukas Esslinger undir nafninu Lukasdottir. Esslinger hefur meðal annars unnið “Athens Throwdown” og “The French Throwdown” keppnirnar á þessu ári en árangur Ragnheiðar Söru hefur verið frábær á árinu en hún endaði sem kunnugt er í þriðja sæti á heimsleikunum auk þess að sigra “The Granite Games 2015.”

Parið endaði keppnina í í Svissnesku Ölpunum í öðru sæti eftir harða baráttu við lið bandaríska liðið Kill Cliff, sem skipað er þeim Mathew Fraser og Brooke Ence.