Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar töpuðu gegn ÍA

Keflvíkingar töpuðu enn einum leiknum í Pepsí-deildinni í dag þegar Akurnesingar komu í heimsókn í rok og rigningu á Nettó-völlinn, 0-4 urðu lokatölurnar að þessu sinni eftir að Skagamenn höfðu náð þriggja marka forystu fyrir leikhlé. Með sigrinum tryggðu Akurnesingar sæti sitt í deildinni en Keflvíkingar eru sem kunnugt er fallnir.

„Maður var að von­ast til þess að menn gætu reynt að njóta þess að vera pressu­laus­ir, leggja sig fram og spila sem lið en sú varð ekki raun­in,“ sagði Hauk­ur Ingi Guðna­son, þjálf­ari Kefla­vík­ur við mbl.is eftir leikinn.

„Við ætl­um að skoða það,” sagði Haukur Ingi aðspurður um hvort hann og Jóhann Birnir myndu halda áfram með liðið í 1. deildinni “það væri gam­an að prófa að geta stýrt liði frá upp­hafi og haft meiri tíma til að setja sín fingra­för á það. En við verðum að skoða það, hvort sé áhugi hjá Kefla­vík og geta hjá okk­ur. En það kem­ur í ljós,“ sagði Hauk­ur Ingi Guðna­son í sam­tali við mbl.is.