Nýjast á Local Suðurnes

Þurftu að beita klippum eftir árekstur í Grindavík

Árekstur varð í Grindavík nú á fjórða tímanum þegar tveir bílar skullu saman á gatnamótum.

Bílarnir eru báðir mikið skemmdir og þurfti að beita klippum til að opna dyr bílstjóramegin á öðrum bílnum. Einhver slys urðu á fólki en ekki mikil samkvæmt frétt á vef Vísis.