Nýjast á Local Suðurnes

Ekkert smit á Suðurnesjum í hálfan mánuð – Ráðgjöf og sýnataka á morgun

Ekki hefur bæst í hóp Covid-smitaðra á Suðurnesjum í tvær vikur, þannig að 77 einstaklingar hafa hingað til smitast af veirunni á Suðurnesjasvæðinu samkvæmt nýjustu tölum á vef Embættis landlæknis og Almannavarna, covid.is.

 Þá hefur töluverður fjöldi Suðurnesjafólks snúið úr sóttkví, en nú sæta 31 einstaklingur sóttkví á svæðinu samkvæmt sama vef.
Enn er þó veitt COVID-19 þjónusta á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og vekur stofnunin athygli á því að ráðgjöf og sýnatökur vegna COVID-19 verða í gangi  ámorgun, laugardaginn 2. maí.

Hafið samband í síma 422-0500 eða bókið símatíma á Heilsuveru.