Nýjast á Local Suðurnes

Hefja fjársöfnun til að standa straum af kostnaði við málsókn gegn United Silicon

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík eru að hefja fjársöfnun til að standa straum af kostnaði við fyrirhugaða málsókn gegn United Silicon, sem rekur kísilver í Helguvík, Umhverfisstofnun auk annara opinberra aðila sem gera United Silicon kleift að halda áfram starfsemi sinni.

Talsmaður samtakanna, Þórólfur Júlían Dagsson, segir þau reiðubúin að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu ef ekki dugi annað í samtali við mbl.is.

Andstæðingar stóriðju í Helguvík telja að svæðið umhverfis verksmiðjuna beri ekki meiri mengun. Bendir Þórólfur á að auk mengunarinnar frá kísilverinu sé umtalsverð brennisteinsmengun á þessu svæði frá nærliggjandi háhitasvæði að ógleymdri mengun frá Keflavíkurflugvelli.

Kvörtunum vegna lyktarmengunar, hefur ekki fækkað svo nokkru nemi og hafa um 250 slíkar borist Umhverfisstofnun frá því að starfsemi í kísilverinu hófst á ný.