Nýjast á Local Suðurnes

Ellefu nýútskrifaðir lögreglumenn beint í að kanna nagladekkjanotkun

Ellefu lögreglumenn frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum útskrifuðust úr tveggja ára háskólanámi sem ætlað er lögreglumönnum. Öll starfa þau við embættið í dag, samkvæmt pistli sem lögreglan birti á Fésbókarsíðu sinni.

Laugardagurinn s.l. var einstaklega ánægjulegur en frá Háskólanum á Akureyri brautskráðust 42 nýjir lögreglumenn en við áttum 11 af þeim og er langt síðan að jafnmargir lögreglumenn útskrifuðust frá okkar embætti í einu. Að baki er 2 ára háskólanám sem er bæði krefjandi og skemmtilegt og stóð okkar fólk sig með sóma í náminu. Þetta er glæsilegur hópur sem á án efa eftir að standa sig vel í starfi og verða frábærir lögreglumenn og góð viðbót við okkar frábæra lið (það vantar einn á myndina)
Nú eru þau komin á vaktina og heyrði ég þau tala um að ansi margir séu enn á nagladekkjum og er það meðal annars eitt af því sem þau ætla að vera vakandi yfir í dag, segir lögreglan á Facebook.

Mynd: Facebook / lögreglan á Suðurnesjum