Nýjast á Local Suðurnes

Leoncie bannar flutning á lagi sínu á Ljósanótt – “Klíkunótt og skítamenningarnótt”

Eins og flestum ætti að vera kunnugt hefur Gunnar Þórðarson, einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, óskað eftir því við bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar að lag hans Gamli bærinn minn verði ekki spilað yfir flugeldasýningunni á Ljósanótt. Mun það vera vegna samskipta fjölskyldu Gunnars við eina af undirstofnunum sveitarfélagsins, sem hafi ekki gengið vel.

Söngkonan Leoncie hefur nú fetað sömu slóð og Gunnar og bannað flutning á lagi sínu “Ást Á Pöbbunum” á sömu hátíð, þetta segir hún í ummælakerfi Vísis.is

“Reykjanesbærs klika verður að gefa VERÐLAUN til kukarana. Ég banna lika flutning af laginu minu “Ást Á Pöbbunum” sem margir fuskarar hafa verið að nota til að gera sig vinsæla.” Segir Leoncie meðal annars í ummælum undir frétt af Gunnars-málinu.

Söngkonan hefur áður látið ráðmenn í Reykjanesbæ heyra það, en hún var afar óánægð með snjómostur á götum bæjarins í vetur.

 

leoncie1