Nýjast á Local Suðurnes

Nettómótinu frestað

Nettómótinu í körfubolta hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þetta var ákveðið á stöðufundi mótsnefndar sem fór fram nú síðdegis.

Á vef mótsins segir að forsendubreyting hafi orðið í dag eftir fund Almannavarna síðdegis þar sem lýst var yfir neyðarstigi og í kjölfarið fóru afboðanir að berast í miklum mæli.

Mótsnefnd mun senda út frekari upplýsingar um framhald mála á næstu dögum.