Nýjast á Local Suðurnes

Kristinn nýr framkvæmdastjóri hjá HS Orku

Krist­inn Harðar­son hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri fram­leiðslu hjá HS Orku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Í til­kynn­ingunni segir einnig að Krist­inn hafi áður starfað sem for­stöðumaður virkja­rekst­urs hjá Orku Náttúrunn­ar en fyr­ir það í 14 ár sem fram­kvæmda­stjóri hjá Alcoa bæði á Íslandi og í Banda­ríkj­un­um.

 Krist­inn mun koma til með að stýra allri fram­leiðslu HS Orku í jarðvarma­virkj­un­un­um í Svartsengi og á Reykja­nesi auk vatns­afls­virkj­un­ar­inn­ar á Brú í Tungufljóti.