Kristinn nýr framkvæmdastjóri hjá HS Orku

Kristinn Harðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Í tilkynningunni segir einnig að Kristinn hafi áður starfað sem forstöðumaður virkjareksturs hjá Orku Náttúrunnar en fyrir það í 14 ár sem framkvæmdastjóri hjá Alcoa bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum.
Kristinn mun koma til með að stýra allri framleiðslu HS Orku í jarðvarmavirkjununum í Svartsengi og á Reykjanesi auk vatnsaflsvirkjunarinnar á Brú í Tungufljóti.