Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar áfram í Mjólkurbikar

Njarðvíkingar eru komnir áfram í Mjólkurbikarnum, en liðið lagði lið Smára, sem leikur í fjórðu deild að velli í kvöld.

Lokatölur urðu 4-0. Atli Freyr Ottesen Pálsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks, og í síðari hálfleiknum bættu svo Bergþór Ingi Smárason og Andri Gíslason við mörkum. Atli Freyr átti svo lokaorðið með öðru marki sínu.

Njarðvík mætir Árborg eða Augnablik í næstu umferð bikarsins.