Nýjast á Local Suðurnes

Jackie Chan lenti á Keflavíkurflugvelli – Flottur og í fanta formi

Vélin er merkt leikaranum

Hasarmyndaleikarinn góðkunni Jackie Chan lenti á Kefla­víkur­flug­velli á föstudagasmorgun á einkaþotu sinni. Samkvæmt hinum ýmsu fjölmiðlum, innlendum sem erlendum mun kappinn dvelja í nokkra daga hér við tökur á kvikmyndinni Kung Fu Yoga. Tökur munu fara fram í Skaftafelli og uppi á Svínafelli.

Leikarinn var hinn hressasti við komuna til landsins, að sögn starfsmanna á Keflavíkurflugvelli, sem urðu þess heiðurs aðnjótandi að hitta á hann, þá kom fram í máli þeirra sem Suðurnes.net ræddi við að Chan sé í hörku formi, vel á sig kominn og líti alveg einstaklega vel út – “Kallinn lítur helv… vel út, þetta er töffari, það er bara þannig.” Sagði einn af þeim sem hittu á hann. Leikarinn er fæddur þann 7. apríl árið 1954 og verður því 62ja ára eftir um tvo mánuði.

Í myndinni Kung Fu Yoga mun Jackie Chan leika kínverska fornleifafræðinginn Jack sem reynir að finna týndan fjársjóð Magadha-veldisins ásamt indverska prófessornum Ashmita og aðstoðarmanninum Kyra.

jackie chan

Einkaflugvélin er flott – Eins og eigandinn

 

jackie chan3

Jackie Chan mun dvelja á landinu í nokkra daga