Nýjast á Local Suðurnes

Hönnun: Upplýstur hjólastígur í anda málverks Van Gogh – Myndband!

Spurning hvort hér sé komin hugmynd að verkefni fyrir næstu Ljósanótt

Það er alltaf gaman að skoða skemmtilega hönnun og þessi hjólastígur í hollenska bænum Nuenen fellur auðveldlega í þann flokk. Hjólastígurinn er í hannaður af listamanninum og hönnuðinum Daan Roosegaarde og er hönnunin byggð á málverki Van Gogh, The Starry Night.

Yfirborð hjólastígsins er þakið sérstakri málningu sem dregur í sig sólarljós yfir daginn og glóir að kvöldi auk þess sem led ljósum hefur verið komið fyrir í stígnum, sem gerir það að verkum að hluti stígsins er alltaf upplýstur þrátt fyrir að sólarljós sé af skornum skammti yfir daginn.

Kostnaðurinn við þennan kílómeters langa kafla var rétt tæplega 100 miljónir króna en stígurinn hefur samkvæmt hollenskum fjölmiðlum dregið til sín fjölda ferðamanna síðan hann var opnaður árið 2014.

Hægt er að stækka myndirnar með því að smella á þær.

Vincent_van_Gogh_-_Starry_Night_

Málverkið sem er fyrirmynd hjólastígsins

hjolastigur1

Hönnunin er byggð á málverki Van Gogh, The Starry Night.

hjolastigur2

Hönnunin þykir einstaklega flott og er listamaðurinn með önnur svipuð verkefni í bígerð

hjolastigur3

Stígurinn tekur sig vel út í myrkri