Nýjast á Local Suðurnes

Mynd að komast á hvernig skólastarfi verður háttað

Skólastarf í grunn- og leikskólum á Suðurnesjum verður með töluvert breyttum hætti í kjölfar þess að samkomubann hefur tekið gildi, en mynd er að komast á hvernig starfinu verður háttað.

Einhver munur verður á starfseminni eftir skólum og er fólki bent á að kynna sér málin vel á heimasíðum skólanna.

Nokkur atriði úr skipulagi grunnskólanna:

 • Nemendur í 1. – 6./7. bekk eru annan hvern dag í skólanum.
 • Nemendur í 7./8. bekk – 10. bekk sinna sínu námi heima með aðstoð kennara í gegnum tæknina.
 • Nemendur á unglingastigi fá námsefni og leiðbeiningar frá kennurum og umsjónarkennarar koma til með að vera í persónulegum samskiptum við nemendur sína eins og kostur er.
 • Skólunum er skipt upp í sóttvarnarrými.
 • Reynt er að skipuleggja þannig að systkini komi í skólann sömu daga.
 • Gestakomur í skólann eru óheimilar og foreldrar eða aðrir gestir koma ekki inn í bygginguna.
 • Valgreinar falla niður.

Nokkur atriði úr skipulagi leikskólanna:

 • Helmingur barna verður samtímis í leikskólanum og systkini fylgjast að.
 • Opnunartími verður frá 7:30/7:45 og lokunartími 15:00/15:15.
 • Hvert barn mætir annan hvern dag eða 2 daga í röð eina vikuna og 3 aðra.
 • Aðgengi foreldra inn í leikskólanum verður mjög takmarkað.
 • Börn eiga ekki að koma með leikföng að heiman inn í leikskólann.
 • Finni foreldri fyrir flensueinkennum er það beðið um að koma ekki inn í leikskólann.
 • Hafi börn flensueinkenni svo sem kvef eru foreldrar beðnir um að halda þeim heima.
 • Mjög mikilvægt er að allir leggi sig fram um að halda ró, veita öryggi og efla vellíðan.

Heimasíður grunnskólanna í Reykjanesbæ:

AkurskóliHeiðarskóliHoltaskóliHáaleitisskóliMyllubakkaskóliNjarðvíkurskóli, Stapaskóli

Heimasíður grunnskólanna í Suðurnesjabæ:

Sandgerdisskoli.isGerðaskóli

Heimasíða grunnskólans í Grindavík

Heimasíða grunnskólans í Vogum