Brynjar Atli leikur með U17 landsliðinu í Finnlandi
Brynjar Atli Bragason markvörður úr Njarðvík hefur verið valin í U 17 ára landslið Íslands sem tekur þátt í UEFA móti í Eerikkilä í Finnlandi dagana 26. – 28. apríl nk. Brynjar Atli er með efnilegustu markvörðum landsins og er á eldra ári í 3. flokki ásamt því að hafa verið varamarkvörður í meistaraflokki í vetur.
Njarðvíkingar hafa alið af sér flotta markverði í gegnum tíðina, Ingvar Jónsson fyrrverandi leikmaður Njarðvíkur á nú í harðri baraáttu um markvarðarstöðu í A-landsliðinu fyrir EM í sumar.