Nýjast á Local Suðurnes

Óska eftir þátttakendum í rýnihóp vegna stefnumótunarvinnu

Reykjanesbær óskar eftir þátttakendum á aldursbilinu 20 til 40 ára í rýnihóp vegna stefnumótunarvinnu. Hópurinn mun vinna með starfsfólki Capacent sem stýrir stefnumótun Reykjanesbæjar til ársins 2030. Þeir sem hafa áhuga senda staðfestingu á þátttöku á netfangið rynihopur@reykjanesbaer.is. Síðasti dagurinn til að skrá þátttöku er sunnudagurinn 17. mars nk.

Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að stefnumótun Reykjanesbæjar til 2030 undir stjórn ráðgjafa frá Capacent. Rætt hefur verið við ýmsa hópa og hagsmunaaðila innan Reykjanesbæjar, s.s. foreldra leik- og grunnskólabarna, eldri borgara, innflytjendur, bæjarfulltrúa og starfsfólks Reykjanesbæjar. Áhugi er á að hitta fulltrúa íbúa á aldursbilinu 20 til 40 ára og því er kallað eftir þátttöku þeirra. Stefnt er að því að hitta rýnihópinn einu sinni eða tvisvar, um tvær klukkustundir í senn.

Öllum þátttakendum sem senda inn þátttökutilkynningu á rynihopur@reykjanesbaer.is verður svarað á netfangið sem þeir senda tilkynninguna úr. Þátttakendur þurfa því að fylgjast vel með pósthólfi sínu eftir 17. mars. Vilji aðilinn frekar að haft verði samband símleiðis verður símanúmer að fylgja þátttökutilkynningunni.