Nýjast á Local Suðurnes

Söfnuðu einni og hálfri milljón króna

Alls söfnuðust um ein og hálf milljón króna í Minningarsjóð Ölla, en söfnin fór fram fyrir viðureign  Njarðvíkur og Keflavíkur í Domino´s-deild karla.

Andvirði miðasölu á leikinn rann óskipt í Minningarsjóðinn. þá kom einkar skemmtileg tilkynning rétt áður en liðin voru kynnt til leiks. Særún Lúðvíksdóttir móðir Ölla kom þá út á gólf með búning sem reyndist síðasti leikbúningur sem Ölli lék í á ferlinum. Það var búningur frá Stjörnuleik KKÍ þann 15. janúar 2000. Sjálfur búningurinn var keyptur af Coca Cola European Partners fyrir 500.000 krónur og rennur allt söluandvirði búningsins vitaskuld beint til Minningarsjóðs Ölla.

Særún Lúðvíksdóttir afhenti Björgu Jónsdóttur rekstrarstjóra sölusviðs hjá CCEP búninginn sem svo síðar fól KKD UMFN það hlutverk að varðveita hann til frambúðar.