Nýjast á Local Suðurnes

Fannar er nýr bæjarstjóri Grindavíkurbæjar

Fannar Jónasson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Grindavíkur, þetta kom fram á bæjarstjórnarfundi nú rétt í þessu. Fannar tekur við af Róberti Ragnarssyni sem lætur af störfum á næstu dögum. Ráðningarsamningurinn tekur gildi þann 1. janúar og gildir til loka kjörtímabilsins.

Fannar hefur undanfarin ár starfað sem fjármálastjóri hjá Fálkanum, en þar áður hjá Arionbanka. Hann hefur komið að sveitarstjórnarmálum á Suðurlandi, sem oddviti og síðar bæði í nefndum og ráðum sveitarfélaganna á því svæði.

Fannar var valinn úr hópi 22 umsækjenda um starfið, en 20 karlar og tvær konur sóttu um.