Starfsstöðvar Isavia ljúka við þriðja græna skrefið

Markmið verkefnisins um Grænu skrefin er að:
- Gera starfsemi ríkisins umhverfisvænni
- Auka vellíðan starfsmanna og bæta starfsumhverfi þeirra
- Draga úr rekstrarkostnaði
- Innleiða áherslur í umhverfismálum sem þegar hafa verið samþykktar
- Stofnanir, ráðuneyti og annar ríkisrekstur fái viðurkenningu fyrir metnað sinn í umhverfismálum
- Stofnanir, ráðuneyti og annar ríkisrekstur geti innleitt aðgerðir á mismunandi hátt eftir umfangi og eðli starfseminnar
- Aðgerðir stofnana í umhverfismálum séu sýnilegar
Skref 3 af 5 felur meðal annars í sér að búið er að:
- Greina raforku- og hitanotkun á vinnustað og upplýsa starfsmenn um hvernig eigi að halda því í jafnvægi.
- Áhersla á miðlæga nýtingu prentara.
- Flokkað er í að lágmarki sjö úrgangsflokka af sorpi.
- Við val á ráðstefnu- og fundarrýmum er valið út frá umhverfisvottun og gögnum á viðburði haldið í lágmarki.
- Innkaup á vinnustað eru vistvænni en áður.
- Grænt bókhald er haldið og skilað inn ár hvert.
- Sett hafa verið markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna, úrgangs og pappírs.