sudurnes.net
Starfsstöðvar Isavia ljúka við þriðja græna skrefið - Local Sudurnes
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þjónustuhús og flugturn á Keflavíkurflugvelli hafa lokið við Grænt skref númer þrjú. Isavia tekur þátt í verkefninu um Græn skref í ríkisrekstri sem snýst um að efla vistvænan rekstur ríksins með kerfisbundnum hætti. Það var Birgitta Steingrímsdóttir frá Umhverfisstofnun sem afhenti þeim Vali Klemenssyni, deildarstjóra umhverfisdeildar Keflavíkurflugvallar, og Ásdísi Ólafsdóttur, sérfræðingi hjá umhverfisdeild, viðurkenningu til starfsstöðva Isavia í Keflavík fyrir að hafa lokið þriðja skrefinu. Vinna er hafin við fjórða skrefið. Markmið verkefnisins um Grænu skrefin er að: Gera starfsemi ríkisins umhverfisvænni Auka vellíðan starfsmanna og bæta starfsumhverfi þeirra Draga úr rekstrarkostnaði Innleiða áherslur í umhverfismálum sem þegar hafa verið samþykktar Stofnanir, ráðuneyti og annar ríkisrekstur fái viðurkenningu fyrir metnað sinn í umhverfismálum Stofnanir, ráðuneyti og annar ríkisrekstur geti innleitt aðgerðir á mismunandi hátt eftir umfangi og eðli starfseminnar Aðgerðir stofnana í umhverfismálum séu sýnilegar Skref 3 af 5 felur meðal annars í sér að búið er að: Greina raforku- og hitanotkun á vinnustað og upplýsa starfsmenn um hvernig eigi að halda því í jafnvægi. Áhersla á miðlæga nýtingu prentara. Flokkað er í að lágmarki sjö úrgangsflokka af sorpi. Við val á ráðstefnu- og fundarrýmum er valið út frá umhverfisvottun og gögnum á viðburði haldið í lágmarki. Innkaup á [...]