Nýjast á Local Suðurnes

Arnór Ingvi til Bandaríkjanna?

Suðurnesjamaðurinn Arnór Ingvi Traustason færist nær því að yfirgefa sænska félagið Malmö, en bandaríska félagið New England Revolution í MLS-deildinni mun hafa gert gott tilboð í Arnór.

Fótbolti.net greinir frá þessu og hefur eftir sænskum fjölmiðlum, en þar segir að Lecce hafi einnig áhuga á leikmanninum.