Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík í undanúrslit Lengjubikarsins

Njarðvíkingar eru komnir í undanúrslit Lengjubikarsins, eftir 1-2 sigur á Berserkjum í kvöld. Atli Freyr Ottesen Pálsson og Andri Fannar Freysson skoruðu mörk Njarðvíkinga í leiknum.

Njarðvíkingar töpuðu ekki leik í riðlakeppninni og urðu langefstir í sínum riðli, með fullt hús stiga. Liðið leikur gegn Völsungi í undanúrslitunum þann 17. apríl næstkomandi og fer leikurinn fram á Húsavík.