Nýjast á Local Suðurnes

Stýra umferð á Suðurstrandavegi – Mikill fjöldi og öll stæði full

Mikil ásókn er í að komast á gosstað við Fagradalsfjall í augnablikinu og hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákveðið að loka tímabundið Suðurstrandarvegi vegna mikils fjölda bifreiða á staðnum.

Öll bifreiðastæði eru full, segir í tilkynningu frá lögreglu. Lögreglan mun stýra umferð þannig að bifreiðum verður hleypt inn í stæði eftir því sem það losnar.