Nýjast á Local Suðurnes

Best að búa í Grindavík – Reykjanesbær neðstur á lista

Best er að vera búsettur í Grindavík af sveitarfélögunum á Suðurnesjum, ef farið er eftir niðurstöðum á örvef Viðskiptaráðs, best að búa, en sveitarfélagið er í 33. sæti af 74 sveitarfélögum landins að gefnum ákveðnum forsendum. Lakast er að búa í Reykjanesbæ sem lendir í 71. sæti. Öll sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa fallið töluvert niður frá listanum sem birtur var árið 2016.

Forsendurnar sem gefnar eru við notkun vefjarins í þessari athugun eru eftirfarandi*:

Foreldrar og tvö börn
Samanlögð laun foreldranna eru 1 milljón króna á mánuði fyrir skatt
Annað barnið er á leikskóla og hitt í grunnskóla
Fjölskyldan býr í 100 fm íbúð í Reykjavík

Þegar upplýsingar um fjölskylduna eru slegnar inn kemur í ljós að af sveitarfélögunum á Suðurnesjum sé best að búa í Grindavík sem lendir í 33. (57) sæti á landsvísu, Garður og Sandgerði koma þar á eftir í 44. og 52. (15) sæti, en ekki er gert ráð fyrir sameiningu sveitarfélaganna á vefnum. Vogar munu vera 3ja besta sveitarfélagið að búa í á Suðurnesjum, en miðað við gefnar forsendur lendir sveitarfélagið í 58. sæti. Reykjanesbær rekur svo lestina yfir þau sveitarfélög þar sem hagstæðast er fyrir fjölskylduna að búa, en samkvæmt reiknivélinni er sveitarfélagið númer 71 (42) á listanum.

Miðað við gefnar forsendur fjölskyldunnar væri hagstæðast að búa í Hvalfjarðarsveit en óhagstæðast að búa í Vesturbyggð.

*Rétt er að taka fram að miðað er við rekstrartölur/skattprósentur sveitarfélaganna frá árinu 2017.

Innan sviga er staða sveitarfélaganna á listanum sem birtur var árið 2016.