Nýjast á Local Suðurnes

Tæplega 20% af íbúum Reykjanesbæjar með erlent ríkisfang

Íbúafjöldi á Suðurnesjum verður tæplega 35.000 manns árið 2030, sé miðað við fjölgun íbúa á síðasta ári. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir alþjóðaflugvöllinn í Keflavík trekkja að fólk, þá sérstaklega fólk af erlendum uppruna.

„Það er rosalega hátt hlutfall af íbúum núna með erlent ríkisfang, eða 19,4 prósent af íbúum Reykjanesbæjar. Í sumum skólum er hlutfall nemenda með erlent ríkisfang komið upp í 30 prósent,“ segir Kjartan.

Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu, en þar segir einnig að samkvæmt spám rannsóknarsetursins Framtíðarsetur Íslands mun íbúum á Suðurnesjum fjölga um 55% til ársins 2030 ef miðað er við íbúafjölda síðasta árs. Gangi þær spár eftir, en setrið rannsakar samfélagstenda framtíðarþróun og önnur samfélagsverkefni, mun heildaríbúafjöldinn þá verða 34.800.

„Í skýrslu sem gerð var fyrir Isavia, og er þá miðað við farþegaspá og vöxt í millilandafluginu, mun störfum í kringum millilandaflugið fjölga um að meðaltali 400 á ári, sem er eins og eitt stykki álver á ári.“ Segir Kjartan Már