Nýjast á Local Suðurnes

Flestir starfsmenn United Silicon búsettir í Reykjanesbæ – Hafa greitt laun á réttum tíma

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Rúm­lega 40 starfs­menn kís­il­vers­ United Silicon í Helguvík eru skráðir í Verkalýðs- og Sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, en heild­ar­fjöldi starfs­manna kísilversins er í kring­um 85.

Flest­ir starfsmennirnir eru út­lend­ing­ar og bú­sett­ir í Reykja­nes­bæ, en að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns verkalýðsfélagsins, hef­ur fyrirtækið ekki flutt starfs­fólk sér­stak­lega inn til lands­ins held­ur ráðið út­lend­inga sem hér hafa búið og starfað, meðal annars í öðrum málm­vinnsl­um.

Þá segir Kristján að laun­ í kísilverinu séu yfir lág­marks­laun­um og að fyr­ir­tækið hafi greitt þau á rétt­um tíma hingað til.