Nýjast á Local Suðurnes

Ferskir vindar hljóta Eyrarrósina

Fjölmargir listamenn koma að listahátíðinni Ferskir Vindar

Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar í Garði hlaut á dögunum Eyrarrósina, sem er viðurkenning sem er afhent á hverju ári fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni.

Það var Eliza Reid forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar sem afhenti Mireyu Samper viðurkenninguna við athöfn á Neskaupstað.

Listahátíðin Ferskir vindar hefur verið haldin fimm sinnum í Garði og er samstarfsverkefni sveitarfélagsins og Ferskra vinda.