Nýjast á Local Suðurnes

Auðvelda íbúum að finna þjónustu

Á dögunum var stofnuð sérstök Facebook-síða, Þjónusta við íbúa Suðurnesja, með það að markmiði að auðvelda íbúum í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum að finna hina ýmsu þjónustu.

Síðan sem hefur þegar um fimm hundruð meðlimi virkar einnig í hina áttina þannig að verktakar og þjónustuaðilar geta komið sér á framfæri.

Þrátt fyrir að stutt sé síðan vettvangurinn fór í loftið eru fjöldinn allur af fyrirspurnum og tilkynningum komnar í loftið.