Nýjast á Local Suðurnes

Bæjarstjóri ítrekað komið kvörtunum íbúa vegna hávaða frá flugvélum áleiðis til Isavia

Myndin tengist fréttinni ekki

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur upplýsingar frá Isavia um að í næstu viku megi gera ráð fyrir að austur / vestur flugbrautinni verði lokað ef allt gengur samkvæmt áætlun, með þeirri ráðstöfun ætti flug yfir íbúabyggð að minnka töluvert. Þó eru ýmsir óvissuþættir sem geta haft áhrif á tímasetninguna eins og til dæmis veður, segir í fundargerð bæjarráðs.

Þá hefur verið upplýst að hljóðmælingar séu í gangi hjá Isavia en seinkun er á opnun fyrir vefaðganginn vegna tæknilegra örðugleika. Isavia mun senda frá sér nánari upplýsingar um þetta atriði í vikunni, segir einnig í fundargerð bæjarráðs Reykjanebæjar.

Þá kom fram á fundinum að bæjarstjóri hafi ítrekað komið fram kvörtunum til Isavia frá íbúum vegna hávaða frá flugvélum.