Nýjast á Local Suðurnes

Safna undirskriftum vegna breytinga á leiðakerfi strætó

Hafin hefur verið undirskriftassöfnun vegna breytinga á leiðarkerfi strætó í Reykjanesbæ, en nokkur fjöldi íbúa sveitarfélagsins, sérstaklega í Innri – Njarðvíkurhverfi hefur undanfarið lýst yfir mikilli óánægju með breytingarnar.

Íbúar eru helst óánægðir með styttingu á hring sem ekinn var í hverfinu fyrir breytingar þar sem börn þurfa nú að ganga mun lengra en áður til þess að geta nýtt sér þjónustuna. Þá hafa nemendur við Fjölbreutarskóla Suðurnesja kvartað yfir breytingunum þar sem ekki er hægt að nýta sér þjónustuna í fyrstu tíma á morgnana.

Íbúarnir telja svör forsvarsmanna Reykjanesbæjar við spurningum og ábendingum heldur fáleg ef marka má umræðuþræði á Facebokk-síðu sem ætluð er íbúum hverfisins.

Umræður og undirskriftasöfnun má finna hér.