Nýjast á Local Suðurnes

Leikmenn beggja liða og allt starfsfólk greiðir aðgangseyri

Leikmenn Njarðvíkur og  Keflavíkur munu greiða aðgangseyri á leik liðanna sem fram fer annað kvöld. Allur ágóði af miðasölu á leikinn rennur í Minningarsjóð Ölla.

Þá mun allt starfsfólk og stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur gera slíkt hið sama. Njarðvíkingar hvetja alla að hvíla árskort og KKÍ kort og til að greiða aðgangseyri á leikinn og styrkja þannig við þetta verðuga málefni sem minningarsjóður Ölla er.

Stöð2 Sport verður með öfluga dagskrá tileinkaða Ölla fyrir og eftir leik og verður sú dagskrá sýnd á skjám í íþróttahúsinu. Þá hvetja Njarðvíkingar áhorfendur til þess að mæta snemma enda verða flottir borgarar seldir beint af grillinu.