Wolt brunar með mat um Reykjanesbæ
Heimsendingaþjónustan Wolt hefur hafið starfsemi í Reykjanesbæ og er frá og með deginum í dag mögulegt að nýta sér þjónustuna.
Þegar þetta er ritað eru vel á annan tug veitingastaða sem bjóða upp á heimsendingu með Wolt, en þar má meðal annars nefna Kaffi Duus, Ránna og KEF Restaurant í flokki fínni staða og Stapagrill, KFC og Smass í formi skyndibita. Fyrirtækið segir í auglýsingu að heimsending taki 30 mínútur.