Nýjast á Local Suðurnes

Gunnar Örlygsson hættir sem formaður Kkd. Njarðvíkur

Gunnar Örn Örlygsson er hættur sem formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur og mun Róbert Þór Guðnason taka við embættinu af Gunnari Erni. Róbert gegndi áður hlutverki varaformanns deildarinnar en Gunnar hefur látið af störfum sem formaður sökum anna í vinnu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur sem þakkar Gunnari fyrir sitt veglega framlag og óskar um leið Róberti velfarnaðar á formannsstóli.