Nýjast á Local Suðurnes

Rúmlega 100 hermenn á leið til landsins

Rúm­lega eitt hundrað her­menn banda­ríska flug­hers­ins eru á leið til landsins, en þeir munu taka þátt í loftrýmisgæslu Atlants­hafs­banda­lags­ins.

Fyrir eru starfs­menn frá stjórn­stöðvum Atlants­hafs­banda­lags­ins í Uedem, Þýskalandi, og starfs­menn á ör­ygg­is­svæðinu á Kefla­vík­ur­flug­velli að sinna verkefninu.

Þá munu fjór­ar F-15 orr­ustuþotur koma til lands­ins eft­ir helgi og koma þær til með að hafa aðset­ur á ör­ygg­is­svæðinu á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar, en þar segir einnig að Land­helg­is­gæsl­an, í umboði ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins ann­ist fram­kvæmd verk­efn­is­ins í sam­vinnu við Isa­via. Gert er ráð fyr­ir því að loft­rým­is­gæsl­unni ljúki í lok júlí.