Rúmlega 100 hermenn á leið til landsins
Rúmlega eitt hundrað hermenn bandaríska flughersins eru á leið til landsins, en þeir munu taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins.
Fyrir eru starfsmenn frá stjórnstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Uedem, Þýskalandi, og starfsmenn á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli að sinna verkefninu.
Þá munu fjórar F-15 orrustuþotur koma til landsins eftir helgi og koma þær til með að hafa aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar, en þar segir einnig að Landhelgisgæslan, í umboði utanríkisráðuneytisins annist framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia. Gert er ráð fyrir því að loftrýmisgæslunni ljúki í lok júlí.