Nýjast á Local Suðurnes

FFGÍR býður foreldrum grunnskólabarna á fyrirlestur með Þorgrími Þráinssyni

Foreldrafélög grunnskólanna í Reykjanesbæ, FFGÍR, bjóða öllum foreldrum á fyrirlestur með Þorgrími Þráinssyni þriðjudaginn 28.nóvember frá klukkan 18-19 í Íþróttakademíunni í Reykjanesbæ.

Þorgrímur Þráinsson mun kynna fyrir foreldrum fyrirlestrana sem hann heldur fyrir nemendur í vetur. Annars vegar Verum ástfangin af lífinu sem er fyrir nemendur í 10. bekkog hins vegar Vertu hetjan í þínu lífi — með því að hjálpa öðrum, sem er stílaður inn á miðstig. Í báðum fyrirlestrunum hvetur Þorgrímur nemendur til aðbera ábyrgð á sjálfum sér, hjálpa öðrum og vanda sig í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur. Þorgrímur notar fjölda fyrirmynda, sem eru algjörlega til fyrirmyndar og nemendur geta lært af. ,,Litlir hlutir skapa stóra sigra“ er rauði þráðurinn sem og samkennd og vinátta.

Fyrirlesturinn byggist á myndum, myndböndum og eftirminnilegum sönnum sögum. Þorgrímur talar ennfremur um sterka liðsheild og segir frá því hvað við getum lært af landsliðinu í fótbolta en hann hefur starfað með liðinu í 10 ár.