Nýjast á Local Suðurnes

Skólamatur og Nexis í samstarf um heilsueflingu

Skólamatur og Nexis heilsuefling hafa gert með sér samstarfssamning um innleiðingu hugmyndafræði heilsueflingar hjá fyrirtækinu. Verkefnið er fyrsta skrefið í átt að bættri heilsu starfsfólks en fyrirtækið hefur um skeið lagt aukna áherslu á heilsu og vinnuvernd.

Nexis er heilbrigðisfyrirtæki, staðsett á Ásbrú í Reykjanesbæ, sem sérhæfir sig í lýðheilsu, heilsueflingu og vinnuvernd og er markmið fyrirtækisins að innleiða heildræna heilsuvernd inn í fyrirtæki og stofnanir og stuðla þannig að bættri heilsu starfsmanna, en vinnustaðurinn er ákjósanlegur vettvangur til heilsueflingar því þar eyða starfsmenn drjúgum tíma dags.

“Við metum starfsmenn okkar mikils og ætlum að sýna það í verki. Heilsa okkar er það mikilvægasta sem við eigum og við hlökkum til samstarfsins” sagði Fanný Axelsdóttir, mannauðs-og samskiptastjóri hjá Skólamat.