Nýjast á Local Suðurnes

Ölvun ekki vandamál í Leifsstöð

Ölvun hef­ur ekki verið vanda­mál í Leifs­stöð, segir Sig­urður Skag­fjörð Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri Lag­ar­dère, sem rek­ur Loks­ins bar í flugstöðinni. Barinn er opinn frá klukkan fimm á morgn­ana og er hon­um vana­lega lokað á miðnætti þrátt fyr­ir að stund­um sé opið til klukk­an eitt að nóttu.

Þetta kemur fram í grein Túrista, sem fjallar um málið vegna frétta þess efnis að lokað hefur verið fyrir áfengissölu á flugvellinum í Bergen í Noregi á milli klukk­an sex og átta á morgn­ana.

Í sam­tali við Túrista seg­ir Sig­urður gesti bars­ins helst panta bjór og létt­vín en að lítið selj­ist af sterku áfengi. Spurður um hvort marg­ir farþegar kaupi sér áfenga drykki fyr­ir morg­un­flug seg­ir Sig­urður að bjór selj­ist á öll­um tím­um en mun minna á morgn­ana en meira þegar líður á dag­inn.