Nýjast á Local Suðurnes

Hóaði í vini og hreinsaði upp rusl eftir umhverfissóða

Íbúi í Sveitarfélaginu Vogum tilkynnti starfsfólki sveitarfélagsins á dögunum að hann hefði rekist á hrúgu af drasli og ákveðið að eigin frumkvæði að hóa saman vinum sínum, safna saman ruslinu og fara með í Kölku og þurfti kerru til slíkt var magnið eins og sjá má af meðfylgjandi mynd. 

Undanfarið hefur borið á því að rusli sé hent á víðavangi í sveitarfélaginu og er þessi framtakssemi til fyrirmyndar, segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins, þar segir einnig að auðvitað eigi fólk ekki að þurfa að tína upp rusl eftir aðra og koma því á sinn stað. Þá eru íbúar hvattir til að ganga vel um umhverfið og minntir á að gámasvæði við Jónsvör sé opið fjóra daga í viku.