Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla leitar að Steve

Lögreglan á Suðurnesjum leitar að dreng sem fæddur er 2006 og heitir Steve.

Það er mjög nauðsynlegt að við finnum hann sem fyrst, segir í færslu lögreglu á Facebook.

Ef einhver veit hvar hann er niðurkominn eða sér hann á ferðinni að hafa samband við lögreglu strax, annaðhvort í gegnum Facebook eða í gegnum 1-1-2.

Meðfylgjandi eru ljósmyndir af Steve.
Steve er klæddur í svartar joggingbuxur – svarta úlpu með loðkraga og í svartri hettupeysu. Hann er 179 sentimetrar og 90 kíló.

Uppfært klukkan 22:25: Drengurinn er fundinn, heill á húfi. Lögregla þakkar veitta aðstoð.