Nýjast á Local Suðurnes

Björg nýr forstöðumaður hjá Coca-Cola European Partners

Björg Jónsdóttir hefur hafið störf sem forstöðumaður á sölu- og þjónustusviði hjá Coca-Cola European Partners á Íslandi. Björg, sem mun leiða starfsemi sölu- og viðskiptaþjónustu auk innleiðingu nýrra kerfa og vinnuaðferða í sölu- og þjónustu til samræmis við Coca-Cola European Partners samstæðuna, er fædd og uppalin í Njarðvík.

Áður starfaði Björg sem forstöðumaður og sölustjóri hjá Valitor, hjá Eimskip og Heritable Bank í London. Björg útskrifaðist í Viðskiptalögfræði frá University of Hertfordshire í Englandi og hálfnuð með Mastersnám í Stjórnun og stefnumótun í HÍ, segir í tilkynningu.