Nýjast á Local Suðurnes

Voga Þróttarar ósáttir við HSÍ og Reykjavíkur Þrótt: “Einhverjir vildu bregða fyrir okkur fæti”

Þróttarar hafa stillt upp skemmtilegu liðið í gegnum árin

Þróttarar úr Vogum eru miður sín yfir þeirri ákvörðun Handknattleikssambands Íslands að heimila ekki færslu á leik liðsins gegn Þrótti Reykjavík um fjóra daga. Um er að ræða leik í annari umferð Coca-Cola bikarsins, en Þróttur V. vann stórsigur á Fjölni í fyrstu umferð keppninnar.

Leikurinn var settur annað kvöld, en ljóst var að Þróttarar úr Vogum næðu ekki að manna lið á þeim degi, auk þess sem heimavöllur liðsins við Strandgötu í Hafnarfirði er upptekinn á þessum tíma. Þróttarar úr Vogum lögðu því til að leikurinn yrði settur á mánudaginn 18. desember, en því var hafnað, bæði af HSÍ og Þrótti Reykjavík.

Voga Þróttarar segja þátttöku liðsins í bikarkeppninni undanfarin ár hafa verið góða auglýsingu fyrir handboltann á Íslandi, enda liðið skipað þekktum leikmönnum úr landsliðum Íslands í gegnum tíðina. Þá segja Voga Þróttarar að stefnt hafi verið á að slá aðsóknarmet á Strandgötunni, en að það líti út fyrir að einhverjir hafi viljað bregða fyrir þá fæti þetta árið og að það hafi tekist.