Nýjast á Local Suðurnes

Kjartan Már fær hærri laun en borgastjórinn í London

Laun Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hafa hækkað um rúm 36% á kjörtímabilinu, úr 1.340.000 krónum í upphafi kjörtímabils í 1.827.053 krónur við lok kjörtímabils. Laun Kjartans Más eru því orðin hærri en laun borgarstjórans í London samkvæmt úttekt Stundarinnar.

Laun Kjartans Más hafa hækkað vegna tveggja ákvarðana kjararáðs og tvisvar vegna þróunar launavísitölun en við síðustu hækkun skreið Kjartan yfir laun borgarstjóra London sem fær andvirði 1.732.532 kr. í laun á mánuði, en tæpar 9 milljónir manns búa í höfuðborg Bretlands.

Ákveðið var að endurráða Kjartan Má Kjartansson sem bæjarstjóra Reykjanesbæjar og hefur formanni bæjarráðs verið falið að undirrita samninga þess efnis.