Nýjast á Local Suðurnes

Gáfu hælisleitendum sjónvarp – “Geta notið þess að horfa á Ísland vinna Nígeríu”

Fjöldi hælisleitenda býr á á Ásbrú

Skötumessan í Garði verður haldin miðvikudaginn 11. júlí í Gerðaskóla, en allur ágóði af kvöldinu rennur til góðgerðarmála. Skötumessufélagar styrktu einmitt eitt slíkt á dögunum þegar Rauða krossinum var fært 65 tommu sjónvarp að gjöf til notkunnar í húsnæði hælisleitenda á Ásbrú.

Ásmundur Friðriksson, forsvarsmaður messunnar, greinir frá því á Fésbókinni að gjöfin sé til kominn vegna Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi um þessar mundir og því geti hælisleitendur notið þess að horfa á Íslenska landsliðið etja kappi við lið Nígeríu í dag.