Nýjast á Local Suðurnes

Berst gegn niðurrifi sundhallar – Fáar athugasemdir við skipulagsbreytingar

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, hefur sett á laggirnar Facebook-hóp með það að markmiði að koma í veg fyrir niðurrif gömlu Sundhallarinnar í Keflavík, en um er að ræða eina af þremur byggingum í Reykjanesbæ sem teiknuð er af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins.

Til stendur að byggja fjölbýlishús á lóðinni sem sundhöllin stendur á og bíður sú tillaga afgreiðslu í umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar, en frestur til að gera athugasemdir við skipulagsbreytingar á svæðinu er runninn út. Fáar athugasemdir bárust Umhverfis- og skipulagsráði við skipulagsbreytingunum, eða átta talsins og var málinu frestað á síðasta fundi ráðsins.