Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær styrkir Keflavík – Aukning iðkenda kallar á bætta aðstöðu

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að styrkja Knattspyrnudeild Keflavíkur um hálfa milljón króna til að bæta æfingaaðstöðu félagsins fyrir barna og unglingastarf.

Fulltrúar Knattspyrnudeildar Keflavíkur hafa undanfarin misseri óskað eftir auknu fjármagni frá sveitarfélaginu til þess að bæta aðstöðu félagsins. í erindi Knattspyrnudeildarinnar til ráðsins segir að ljóst sé að með auknum íbúafjölda aukist iðkendafjöldi hjá deildinni með aukinni kröfu um bætta aðstöðu.
.