Nýjast á Local Suðurnes

160 milljóna króna “þorp” í Reykjanesbæ til sölu – Myndir!

Eignirnar Túngata 10 og 12 hafa verið auglýstar til sölu, um er að ræða glæsilegar byggingar í hjarta Reykjanesbæjar. Eignirnar eru samtals 432 fermetrar að stærð. Eignin hefur undanfarin misseri verið nýtt undir rekstur gistihúss og kemur fram í auglýsingu að gistihúsið, Svítan, hafi skapað sér gott orðspor og sé mjög vinsæl á helstu bókunarsíðum.

Húsnæðið er í einkasölu og telja fasteignasalarnir að hér sé á ferðinni afar áhugaverður fjárfestngakostur. Um er að ræða eignalóð hvar stór garður fylgir húsinu og má segja að þetta litla þorp sé alveg einstakt, segir í auglýsingu.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af eigninni, en mun fleiri myndir og betri upplýsingar um eignina má finna með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.