Nýjast á Local Suðurnes

FöstudagsÁrni flissar að óförum annara

Er ekki frá því að ég sé aðeins pólitískur þessa vikuna, en hérna kemur hann, föstudagspistillinn

Þessi þorrablót út á landi geta verið kostuleg eins og raun bar vitni um síðustu helgi. Eftirpartýin verða svo sjóðandi heit að úr verður eldur. Ég mæli nú með að þið sem eruð að gista á hótelum á landsbyggðinni biðjið ávallt um herbergi á jarðhæð og takið með ykkur reykskynjara, það eraldrei að vita nema hótelstjórinn sé í glasi.

Rithöfundurinn og fitubollan Tobba Marinós er orðin leið á því að vera feit. Hún greindi þjóðinni frá þessu í vikunni í grein í Kvennablaðinu. Miðað við BMI stuðla þá á hún við offituvandamál að stríða. Tobba er bara venjulega vaxin kona og það er miður að grannar konur stígi fram og greina frá því að þær nenni ekki að vera feitar lengur. Svo skiljum við ekki af hverju börn eru lögð í einelti fyrir að vera ekki eins og búandi við hungursneið. Þessi djöfladýrkun á fituprósentu og á útliti á það til að fara út í algjörar öfgar. Enda stór hluti ungra stúlkna með minnimáttarkennd fyrir það eitt að vera með mjaðmir og mitti. Hvenær verður „fat is the new thin?“ ég bíð og vona, ég skal detta í tísku.

Björn Valur sem vermir varamannabekkinn hjá VG eftir að kjósendur höfnuðu honum í síðustu kosningum situr bitur við lyklaborðið og hvæsir eins og fress í allar áttir. Í nýjum pistli tekur hann fyrir spillingu og að sjálfsögðu er hana bara að finna til hægri í stjórnmálunum á Íslandi – að hans mati. Hann fer nú ekkert inn á kvótabrask fjölskyldu Steingríms Joð og gleymir líka að nefna þegar Guðmundur Árni Stefánsson sagði af sér sem ráðherra. Guðmundur var bæjarstjóri í Hafnafirði og greiddi það vini sínum háar upphæðir fyrir að semja tónverk aldrei hefur litið dagsins ljós né eyru. Að mínu mati er það spilling að Björn skuli hafa aðgang að tölvu og interneti, það að minnsta kosti spillir fyrir mér og dregur úr lífsgleðinni.

Er ekki Sigmundur Davíð að missa sig í þessum makaskiptum ? Við tókum við flóttafólki á dögunum í skiptum fyrir Sigmund. Nú er hann bara kominn á átakasvæðið í Líbanon. Þarf Framsóknarflokkurinn ekki fara í uppstokkun og henda stefnu flokksins frá 1916 og hætta þessum vöruskiptum? Hver ætlar að taka það að sér að halda kynningarfund fyrir Framsóknarflokkinn um gjaldmiðla og almenna noktun þeirra?

Ég veit að það er ljótt að flissa af hrakförum annarra en ég gat ekki hamið mig þegar ég sá fréttina um ameríkanan sem ætlaði á Hótel Frón á Laugarveginum, en endaði á Laugarvegi á Siglufirði. Var maðurinn ekkert búinn að spá í hve stutt væri í Reykjavík frá Keflavíkurflugvelli? Áttaði maðurinn sig ekkert á því þegar hann keyrði í gegnum borgina og allsstaðar skilti Reykjavík og síðast þegar manngreyið dröslaðist í gegnum Kjalarnesið. Spurning hvort þarna sé ekki of mikið stólað á tæknina sem getur stundum brugðist ef ekki er matað rétt af upplýsingum. En ég vona að hann hafi notuð vetrarríksins á leiðinni og endi ekki eins og Geirmundur í Ófærð þarna á Sigló.

Samfylkingin er komin niður í 9% fylgi samkvæmt skoðunarkönnun Gallups. Össur Skarp hrökk við af værum blundi og vill nú ólmur í bandalag með pírötum. Er engin á vinstri kantinum sem dregur lærdóm af fyrri tíð? Samfylkingin er samhristingur á vinstri vængnum sem áttu að vera raunverulegt afl gegn Sjálfstæðisflokknum á sínum tíma. Nokkrar vinstri hræður stóðu þó eftir og áttuðu sig á því að þetta snérist um hugsjónir en ekki að vera valkostur gegn einhverju öðru, og stofnuðu VG. Ég tek ofan fyrir þeim sem starfa af hugsjón í pólitík, það þekkist ekki meðal Samfylkingarfólks, þar er ekki litið í eigin barm heldur fálmað út í lotfið og nú á að halda sér á þingi með fylgi annarra – týpíst jafnaðarmenn, ætla ekki að hafa fyrir þessu sjálfir, láta aðra vinna fyrir hlutunum og taka svo sneið af kökunni sjálfir.

Ég er farinn að hallast að því að nafni minn og vinur Árni Johnsen hefði átt að vera kvensjúkdómalæknir. Hann sér ekkert nema göng, sama hvert hann horfir. Ég bíð hreinlega eftir því að hann breyti textanum vinsæla sem Guðmundur heitinn söng í den „Lax lax lax og aftur lax, það eina sem hann hugsar um er lax“ í „göng göng göng og fleiri göng“ núna vill hann göngugöng að Löngu við Vestmannaeyjahöfn. Þau eru þó talsvert tónuð ninður miðað við göngin sem kappinn vill til eyja. Það er spurning hvort Árni geti lært grunninn í kvensjúkdómum á netinu og það séu einhverjar reiðubúnar í að leyfa honum að fikra sig áfram til að kæla niður þetta gangna-fetish.

Góða helgi.