Nýjast á Local Suðurnes

Sækja um lóð undir veitingavagn við Fitjar

Tralli ehf. hefur sótt um lóð undir veitingavagn við Fitjar, þar sem hann hefur undanfarin misseri verið staðsettur til bráðabirgða. Tralli ehf., rekur vagninn undir merkjum Issi – Fish & Chips og selur, eins og nafnið gefur til kynna, fisk og franskar.

Umhverfis og skipulagsráð Reykjanesbæjar tók vel í erindið og hefur falið skipulagsfulltrúa að koma með tillögu að útfærslu.