Nýjast á Local Suðurnes

Loka Fjörheimum – Starfsmenn og 56 nemendur úr 6 grunnskólum í sóttkví

Félagsmiðstöðinni Fjörheimum, í 88-húsinu í Reykjanesbæ, hefur verið lokað tímabundið eftir smitaður einstaklingur tók þátt í starfseminni þar síðastliðinn föstudag. Fjórir starfsmenn hafa verið settir í sóttkví vegna þessa auk 56 nemenda úr sex grunnskólum.

Búið er að sótthreinsa staðinn, en Fjörheimar verða lokaðir ámeðan unnið er að endurskipulagningu starfsins.